Hrein eign lífeyrissjóðanna var 1.736 ma.kr. í lok júní sl. og hækkaði um 20 ma.kr. í mánuðinum. Sé miðað við júní 2008 hefur hrein eign hins vegar lækkað um 53,2 ma.kr. eða 3%. Þessar upplysingar koma fram í efnahagsyfirliti lífeyrissjóða, sem Seðlabanki Íslands hefur tekið saman miðað við lok júnímánaðar s.l.
Sú 3% lækkun á eignum lífeyrissjóðanna á einu ári skýrist af stærstum hluta af þeim miklu sviptingum sem áttu sér stað á íslenskum fjármálamörkuðum í október 2008. Vert er að taka fram að enn er nokkur óvissa um endanlegt mat á eignum lífeyrssjóðanna. Sjá hér efnahagsyfirlit lífeyrissjóðanna