Eignir lífeyrissjóðanna hafa aukist um 12,5% frá áramótum.

Samkvæmt efnahagsyfirliti Seðlabankans námu eignir lífeyrissjóðanna 1.110 milljarða króna í lok ágúst s.l. Aukningin nemur rúmlega 123 ma.kr. eða 12,5%. Erlendar eignir sjóðanna námu 264 ma.kr. eða 23,8% af heildareignum. Hlutfall erlendra eigna í árslok 2004 nam hins vegar 22,1% og nemur aukningin tæplega 80 ma.kr.

Sjóðfélagalán námu í ágústlok rúmlega 90 ma.kr eða um 8,1% af heildareignum. Sambærilegar tölur í árslok 2004 voru rúmlega 86 ma. kr. eða um 8,8% af eignunum.  Sérstaka athygli vekur að innlend hlutabréfaeign hefur vaxið um 28,9% frá árslokum 2004 eða um tæplega 37 milljarða króna enda hefur úrvalsvísitalan hækkað um 38% frá áramótum.    

(Allar tölur í milljónum króna)

Des. 2004

Ágúst 2005

Hreyfingar í %

Sjóður og bankainnistæður

21.940

24.568

12.0%

Verðbréf með föstum tekjum

524.326

560.620

6.9%

Verðbréf með breytilegum tekjum

426.002

516.494

21,2%

Aðrar eignir

14.267

8.347

-41,5%

Heildareignir

986.535

1.110.028

12,5%

þ.a. innlend verðbréfaeign

732.750

812.721

10.9%

þ.a. erlend verðbréfaeign

217.578

264.392

21,5%

þ.a. sjóðfélagalán

86.826

90.385

4,1%

þ.a. innlend hlutabréf

127.905

164.829

28.9%