Seðlabankinn hefur sent frá sér efnahagsyfirlit lífeyris- sjóðanna miðað við árslok á síðasta ári. Í lok desember 2009 hefur hrein eign lífeyrissjóðanna hækkað um 203 milljarða króna frá sama tíma fyrir ári sem jafngildir hækkun upp á 12,8% að nafnvirði. Eignirnar í árslok námu 1.794 milljöðrum króna. Sé tekið tillit til verðbólgu nemur hækkunin 4,9%. Í krónum talið er því hrein eign lífeyrissjóðanna hærri en hún var fyrir hrun bankanna.
Hrein eign lífeyrissjóðanna í lok desember 2009 var 23 milljörðum krónum hærri en hún var í lok september 2008 sem jafngildir 1,3% hækkun að nafnvirði. Að raunvirði er hrein eign sjóðanna þó lægri en hún var fyrir hrun, eða sem nemur um 4%.
Enn er nokkur óvissa um endanlegt mat á eignum lífeyrissjóðanna. Þá ber að hafa í huga að iðgjaldagreiðslur til sjóðanna eru mun meiri en lífeyrisgreiðslur. Raunbreyting á eignastöðu lífeyrissjóðanna er því töluvert minni en sem nemur mismuni á á hreinni eign þeirra fyrir og eftir hrun.