Eignir lífeyrissjóðanna 820 milljarðar króna í lok janúar s.l.

Samkvæmt upplýsingum frá tölfræðisviði Seðlabanka Íslands jukust eignir lífeyrissjóðanna um rúma 16 milljarða króna í janúar s.l. Þrátt fyrir að erlend verðbréfaeign í eigu lífeyrissjóðanna  sé nú komin upp í 20% af heildareignunum, má ekki síður rekja eignaaukninguna til góðs gengis á innlendum hlutabréfamarkaði.  Erfitt er að spá hvenær eignir lífeyrissjóðanna ná 1.000 milljörðum króna,  en það gæti gerst seinni hluta næsta árs, ef að líkum lætur.