Eignir lífeyrissjóðanna 1.200 milljarðar króna um síðustu áramót.

Tæplega 22% aukning varð á eignum lífeyrissjóðanna milli áranna 2004 og 2005. Eignir í árslok 2004 námu alls 987 milljörðum króna en 1.200 milljörðum króna í árslok á síðasta ári. Aukningin í krónutölu var hvorki meira en minna en um 213 milljarðar króna. Mesta auknngin var í innlendum hlutabréfum eða rúmlega 45%, en þar næst í erlendum verðbréfum eða rúmlega 36%. Erlend verðbréfaeign lífeyrissjóðanna nam um síðustu áramót um 24,7% af heildareignum sjóðanna. Athygli vekur að sjóðfélagalánin jukust um tæplega 9% á síðasta ári eða um tæplega 8 milljarða króna og eru nú um 7,9% af eignum sjóðanna. Seðlabanki Íslands tók saman þessar upplýsingar.

Eignaflokkar       

    Árslok 2004       

    Árslok  2005      

    Breyting í %    

Útlán og verðbréfaeign

950.328 m. kr.

1.166.340 m. kr.

22,7%

Verðbréf með föstum tekjum

524.326 m. kr.

588.612 m. kr.

12,3%

Sjóðfélagalán

86.826 m. kr.

94.486 m. kr.

8,8%

Verðbréf með breytilegum tekjum

426.002 m. kr.

577.727 m. kr.

35,6%

Innlend hlutabréf

127.905 m. kr.

185.845 m. kr.

45,3 %

Erlend verðbréfaeign

217.578 m. kr.

296.519 m. kr.

36,3%

Hrein eign til greiðslu lífeyris

986.535 m. kr.

1.199.761 m.kr.

21,6%