Írskir lífeyrissjóðir töpuðu nærri 20 milljörðum evra árið 2008. Það er samt minna tjón en búast hefði mátt við vegna efnahagssamdráttarins, segir Landsamband írskra lífeyrissjóða (IAPF).
Verðmæti eigna írskra lífeyrissjóða féllu um 23% og fóru þannig úr 86.6 milljörðum evra niður í 66.7 milljarða evra undir lok 2008.
Hlutabréf voru 66,3% í eignasafni sjóðanna í lok árs 2007 en voru komin niður í 47,8% árið síðar. Stjórnarmaður í IAPF, Patrick Burke, segir þessa breytingu vera meiri en búast hefði mátt við ef markaðsöflin ein hefðu ráðið för.
Vægi skuldabréfa jókst á árinu 2008 úr 18.5% í 25.6% og óhefðbundnar eignir jukust sömuleiðis úr 2,3% í 7,1%.
Írska ríkisstjórnin er með frumvarp til viðaukafjárlaga í þinginu og gerir ráð fyrir að það verði afgreitt 7. apríl. Jerry Moriarty, sem forstöðumaður stefnumótunar hjá IAPF, sér ástæðu til að vara stjórnvöld við að nota þá tækifærið og breyta einhverju í lífeyriskerfinu: „Það að tapa nærri 20 milljörðum evra af eignum lífeyrissjóðanna sýnir umfang þess vanda sem sjóðirnir eru að kljást við. Miklu máli skiptir að ekki bætist þar við skerðing lífeyrisréttinda með lagasetningu þegar viðaukafjárlögin verða samþykkt.“