Fjármálaráðuneytið hefur nú skilað Eftirlaunasjóði félags íslenskra atvinnuflugmanna (EFÍA) aftur í hendur stjórnar sjóðsins. Stjórnin var sett af með bréfi frá fjármálaráðuneytinu þann 17. mars s.l. og var sjóðnum ásamt fleiri sjóðum skipaður umsjónaraðili og um það var mikil umfjöllun í fjölmiðlum. Atvinnuflugmenn hafa gagnrýnt mjög hvernig að yfirtöku sjóðsins var staðið og fagnar því að þessu óvissutímabili sé lokið.
Erindisbréf setts umsjónaraðila, Viðars Lúðvíkssonar hrl., var fellt úr gildi nú fyrir helgina að hans eigin tillögu. Stjórn sú sem skipuð var á ársfundi EFÍA í lok maí s.l. hefur því tekið við sjóðnum að nýju úr hendi umsjónaraðila. Er það óbreytt stjórn frá fyrra ári.