Lífeyrissjóðurinn Stapi höfðaði mál gegn Fjármálaeftirlitinu vegna gjaldtöku fyrir framkvæmd hæfismats stjórnarmanna lífeyrissjóðsins. Málavextir voru þeir að FME kallaði stjórnarmann Stapa lífeyrissjóðs í hæfismat.
Í framhaldinu sendi FME sérstakan reikning til Stapa fyrir kostnaði við hæfismatið. Forsvarsmenn Stapa voru ósáttir við þessa gjaldtöku af hálfu FME og héldu því fram að hæfismat félli undir lögboðið eftirlitshlutverk FME. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu þann 15. ágúst 2012 að gjaldtaka FME vegna framkvæmdar á hæfismati hafi verið óheimil og tók þar með undir sjónarmið lífeyrissjóðsins Stapa. Dóminum var ekki áfrýjað og er hann því endanleg niðurstaða málsins.