Þann 19. maí var haldinn fundur um breyttar lífslíkutöflur og mögulegar leiðir fyrir sjóðina til að mæta lengri meðalævi. Á fundinum kynnti Benedikt Jóhannesson, tryggingastærðfræðingur nýja nálgun á lífslíkutöflum. Að auki fóru Þorbjörn Guðmundsson, formaður réttindanefndar LL og Bjarni Guðmundsson, tryggingastærðfræðingur yfir greiningu á mögulegum leiðum til að mæta nýjum og breyttum lífslíkum.
Meðfylgjandi eru glærur af fundinum auk minnisblaðs réttindanefndar til stjórnar um málið og skýrsla Bjarna Guðmundssonar um forsendur útreikninga:
Mögulegar leiðir til að mæta nýjum og breyttum lífslíkum
Minnisblað réttindanefndar til stjórnar LL um mögulegar leiðir til að mæta breyttum lífslíkum
Skýrsla Bjarna Guðmundssonar um breyttar forsendur um ævilengd