Breytingar á lífeyriskerfi sænskra þingmanna

Eftirlaunamál þingmanna hafa víðar verið í umræðu en hér á Íslandi en þau hafa verið í mikilli endurskoðun í Svíþjóð. Nýlegar breytingar á eftirlaunakerfi sænskra þingmanna mun þó ekki fela í sér breytingar á núverandi fastréttindakerfi (e. DB scheme) án sjóðsöfnunar.

Talskona Riksdagen, sænska þingsins, sagði fastréttindakerfi með sjóðsöfnun hafa verið til skoðunar. Hins vegar hafi það verið afskrifað því sænsku skattalögin eru í þann mund að breytast svo að slíkt kerfi myndi henta þingmönnunum síður.  

Aðrir ríkisstarfsmenn hafa haft aðgang að fastréttindakerfi með sjóðsöfnun í gegnum Kåpan lífeyrissjóðinn frá árinu 1991 og telur það kerfi nú yfir 600.000 meðlimi. Eignir sjóðsins eru metnar á um 34 milljarða sænskra króna og voru vextir hans 8,5 % í lok ágústmánaðar.

Talskonan sagði að þrátt fyrir að nýja kerfið væri enn án sjóðsöfnunar, hefði það marga eiginleika kerfis með sjóðsöfnun. Þannig byggi lífeyrinn á samanlögðum tekjum þess tíma sem viðkomandi hefur verið á þingi, fremur en að byggja aðeins á tekjum síðustu vinnuáranna. Tilgangurinn með breytingunum er að gera kerfið sanngjarnara, sér í lagi fyrir yngri meðlimi.

Áður fyrr gátu sænskir þingmenn náð fullum lífeyrisréttindum á aðeins 12 árum. Breytingarnar gera fólki kleift að byrja og hætta í pólitík án þess að tapa lífeyrisréttindum sínum.


IPE.com 8. október, 2009