Bregðast þarf við vaxandi eftirlaunabyrði í Japan.

Að sögn heilbrigðisráðherra Japans þá þurfa stjórnvöld að veita fyrirtækjum aðstoð við að ráða eftirlaunaþega  í vinnu og þannig létta að nokkru þá lífeyrisbyrði sem hvílir á vinnandi mönnum.  Þetta er gert til þess að berjast á móti  þyngri lífeyrisbyrði í landi, þar sem sífellt fleiri  komast á eftirlaunaaldur.

“Skilningur almennings og  almannatryggingkerfið er ekki í takt við þá lýðfræðilegu þróun sem átt hefur sér stað” sagði ráðherrann jafnframt í fréttilkynningu, sem hann sendi frá sér.

 Í fréttatilkynningunni kemur fram að meira en 80% af Japönum, 65 ára og eldri, segjast vilja vinna á meðan aðeins 20% af þessum aldurshópi eru í launaðri vinnu. Á móti kemur að um 40% af fyrirækjunum hafa  áhyggjur af því að ráða eldra starfsfólk til starfa, því það muni skapa vandamál á vinnustaðnum, m.a. minni framleiðni.

 Japanir standa frammi fyrir miklum þrýstingi  að koma sem flestum eldri borgurum í launaða vinnu til að létta hina þungu eftirlaunabyrði, sem sífellt eykst. Spáð er að íbúafjöldi í Japan nái hámarki árið 2006 og að fjórðungur Japana verði orðnir 65 ára og eldri árið 2025.


Úr Pensionnet 5. ágúst s.l.