Áunnin réttindi hjá Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda aukin um 5% eða 2.300 milljónir.

Í ljósi góðrar afkomu á síðasta ári og traustum rekstri ákvað stjórn Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda í dag að hækka áunnin rétt sjóðfélaga um 5% miðað við stöðu þeirra í árslok 2006.  Með þessari ákvörðun er 2.300 milljónum króna útdeilt til sjóðfélaga. 

 

Hækkunin greidd út í mars n.k.

Elli-, maka-, og örorkulífeyrisgreiðslur hækka frá og með 1. janúar 2007 og kemur hækkunin til framkvæmda nú og verður greidd til lífeyrisþega frá og með mars 2007.  Hækkunin kemur þeim einum til góða sem eiga réttindi í sjóðnum í árlok 2006. 

 

10,5% raunávöxtun í fyrra.

Ávöxtun ársins 2006 var góð og er ein sú besta í sögu sjóðsins.  Nafnávöxtun var 18,4% en það samsvarar 10,5% hreinni raunávöxtun.  Meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðastliðin 5 ár er 8,8% og síðastliðin 10 ár 6,8%. 

 

 Rekstarkostnaður sjóðsins lækkar milli ára og nemur hann nú 0,09% af  eignum. 

 

Eignirnar yfir 50 milljarða króna.

Hrein eign til greiðslu lífeyris nam 50,6 milljarði króna og vex um 9,3 milljarða frá fyrra ári eða um 22,4%.  Eignasamsetning sjóðsins í árslok 2006 er þannig að innlend hlutabréf námu 12%, erlend verðbréf námu 25% og innlend skuldabréf námu 63% eigna.

 

Traust tryggingafræðileg staða.

Tryggingafræðileg staða sjóðsins er traust. Umframeign  gerir það að verkum að hægt var að auka áunnin rétt sjóðfélaga.  Heildareignir  nema 7% umfram heildarskuldbindingar.  Góð ávöxtun 2006 fyrst og fremst bætir tryggingafræðilega stöðu sjóðsins.

 

Séreignardeild sjóðsins skilað einnig ágætri ávöxtun eða 14,7% nafnávöxtun eða 7,2% raunávöxtun.