Félagi Íslenskra tryggingastærðfræðinga (FÍT) er falið að gefa út íslenskar dánar- og eftirlifendatöflur sem eru notaðar við útreikninga á skuldbindingum lífeyrissjóða. Fram til þessa hefur félagið gefið út lífslíkutöflur án þess að reikna með því að lífslíkur muni halda áfram að aukast. FÍT hefur nú um nokkurt skeið undirbúið breytta aðferðafræði við gerð lífslíkutaflna þar sem gert er ráð fyrir áframhaldandi lækkun dánartíðni.
Í nýjasta tölublaði FME Fjármál rýnir Jón Ævar Pálmason áhrif þessara breytinga á skuldbindingar lífeyrissjóða.
Sjá nánar hér.