Áframhaldandi góð afkoma Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda.

Nú liggur fyrir afkoma sjóðsins miðað við júnílok 2006.  Samtals jukust eignir frá áramótum um 13% og nema 46,7 milljörðum króna.  Ávöxtun er einnig góð og var nafnávöxtun 24,1% sem svarar til 11,3% hreinnar raunávöxtunar  á ársgrundvelli.  

Fjármunartekjur námu 4,7 milljörðum króna og aukast um 92% frá sama tíma á síðasta ári. Iðgjöld vaxa um 13% og nema 931 milljón fyrstu sex mánuði ársins. Ávöxtun helstu eignaflokka hefur gengið vel það sem af er árinu og til að mynda var ávöxtun innlendra hlutabréfa 4,9% á sama tíma og Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 1,1%.

Fyrstu mánuði ársins voru virkir sjóðfélagar rúmlega sjö þúsund sem greiddu iðgjöld frá um fimmtán hundruð launagreiðendum. Heildarfjöldi sjóðfélaga í júnílok 2006 námu 110 þúsund.

Tryggingarfræðilega staða sjóðsins er traust og voru réttindi sjóðfélaga aukin á árinu um 5%.

 Séreignardeilin gekk einnig vel og var ávöxtun 14,6% eða 9% raunávöxtun. Eignir jukust um 16,6% eru þær í júnílok 313 milljónir króna.