Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp þar sem gert er ráð fyrir afnámi skattkorta. Persónuafláttur mun haldast óbreyttur þrátt fyrir að hætt verði að gefa út skattkort. Þessi breyting ætti að vera óveruleg en þó einhver og kallaði því á kynningu fyrir þá starfsmenn lífeyrissjóða sem afgreiða lífeyrisumsóknir. Kynningarfundurinn var haldinn í dag hjá LL í Guðrúnartúni 1. Glærur frá fundinum má finna hér.