Aðalfundur Landssamtaka lífeyrissjóða verður haldinn n.k. miðvikudag 11. maí.

Aðalfundur Landssamtaka lífeyrissjóða verður haldinn n.k. miðvikudag 11. maí  kl. 14.30 á Grand Hótel Reykjavík.  Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, flytja erindi um framtíð íslenska verðbréfamarkaðarins. Er hægt að tryggja vöxt og viðgang hans á næstu árum?   Þýðing og aðkoma lífeyrissjóða að innlendum verðbréfamarkaði. Þá mun Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, flytja erindi um vanda íslenska lífeyrissjóðakerfsins. Kerfisbreytingu úr jafnri réttindaávinnslu í aldurstengt réttindakerfi og um örorkubyrði lífeyrissjóðanna og hugsanlega aðkomu ríkisvaldsins að þeim málum.