Aðalfundur Landssamtaka lífeyrissjóða verður haldinn mánudaginn 10. maí n.k. á Grand Hótel Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 14.30. Auk venjulegra aðalfundarstafa mun Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur og forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands fjalla um stjórnun lífeyrissjóða.
Á undanförnum misserum hafa átt sér stað umræður í fjölmiðlum og víðar um það hvernig menn eru valdir í stjórnir íslensku lífeyrissjóðanna og hvort núverandi stjórnskipulag sjóðanna sé séríslenskt fyrirbæri eða eigi sér fyrirmynd í nágrannalöndunum. Til að reyna að varpa ljósi á þessi atriði var ákveðið að leita til Tryggva Þórs Herbertssonar til taka saman skýrslu um skipan stjórna lífeyrissjóða fyrir Landssamtök lífeyrissjóða. Í skýrslunni verður farið yfir fyrirkomulag stjórna lífeyrissjóða í nokkrum löndum, auk þess sem lítillega er fjallað um hvaða vandamál mismunandi skipulag stjórna skapar.
Rétt til setu á aðalfundi Landssamtaka lífeyrissjóða eiga stjórnir og framkvæmdastjórar aðildarsjóða LL.