Aðalfundur Landssamtaka lífeyrissjóða var haldinn 19. maí sl. á Grand hótel Reykjavík. Á fundinum voru á dagskrá hefðbundin aðalfundarstörf og varð sú breyting á stjórnarskipan að þau Ásgerður Pálsdóttir, Gunnar Baldvinsson og Guðmundur Gunnarsson létu af stjórnarstörfum eftir farsæl störf. Í þeirra stað voru kjörin til þriggja ára Arnaldur Loftsson sem verið hafði í varastjórn og Huld Aðalbjarnardóttir og til tveggja ára Þorbjörn Guðmundsson. Gunnar Baldvinsson sem verið hefur farsæll formaður samtakanna tók sæti í varastjórn ásamt Erlu Ósk Ásgeirdóttur og Sigurbirni Sigurbjörnssyni.
Eftir fundinn voru framsöguerindi þar sem Benedikt Jóhannesson, tryggingastærðfræðingur kynnti nýja nálgun á lífslíkutöflum og Þorbjörn Guðmundsson, formaður réttindanefndar LL auk Bjarna Guðmundssonar, tryggingastærðfræðings fóru yfir greiningu á mögulegum leiðum fyrir lífeyrissjóði til að mæta nýjum og breyttum lífslíkum. Sjá glærur af fundinum.