Hrein eign til greiðslu lífeyris hjá Lífeyrissjóði bænda nam 22.6 milljörðum kr. í árslok 2010 og hækkaði um 4,3% frá fyrra ári. Nafnávöxtun var 7,1% og raunávöxtun nam 4,4%. Hrein raunávöxtun nam 4,1% á árinu 2010 en hún var 0,6% 2009. Í tilkynningu um uppgjörið segir að við uppgjörið er venju samkvæmt stuðst við kaupkröfu en hrein raunávöxtun miðað við markaðskröfu í lok ársins 2010 reyndist vera um 8%. Það endurspeglar gæði í eignasafni sjóðsins.
Hrein eign til greiðslu lífeyris hjá Lífeyrissjóði bænda nam 22.6 milljörðum kr. í árslok 2010 og hækkaði um 4,3% frá fyrra ári. Nafnávöxtun var 7,1% og raunávöxtun nam 4,4%. Hrein raunávöxtun nam 4,1% á árinu 2010 en hún var 0,6% 2009. Í tilkynningu um uppgjörið segir að við uppgjörið er venju samkvæmt stuðst við kaupkröfu en hrein raunávöxtun miðað við markaðskröfu í lok ársins 2010 reyndist vera um 8%. Það endurspeglar gæði í eignasafni sjóðsins.Sjóðurinn hefur ákveðið að auka lánamöguleika sjóðfélaga sinna með því að bjóða upp á óverðtryggð lán til fimm ára. Hámarkslánsfjárhæð er 10 milljónir kr. Vextir lánanna taka mið af vöxtum óverðtryggðra lána sem Seðlabanki Íslands birtir, nú 5,25%, auk álags sem ákveðið er af stjórn sjóðsins, nú þrjú prósentustig. Í mars verða vextir lánanna því 8,25%. Tryggingafræðileg athugun fyrir Lífeyrissjóð bænda í fyrra sýndi 8,8% halla á áföllnum skuldbindingum en hallinn var árið 10,4% 2009. Staðan batnaði því miðað við fyrra ár og er innan þeirra marka sem lög kveða á um.