28% nafnávöxtun hjá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja.

Samkvæmt árshlutauppgjöri Lífeyrissjóða Vestmannaeyja fyrir tímabilið 1. janúar – 30. júní 2006, var hrein raunávöxtun sjóðsins þetta tímabil 15,4% á ársgrundvelli, sem svarar til um 28% nafnávöxtunar.

Meðaltal hreinnar raunávöxtunar sl. 5 ár reyndist 7,7%.


Iðgjaldatekjur hækkuðu um 2,8% á milli ára miðað við sama tímabil í fyrra, lífeyrisgreiðslur jukust um 15,0% og fjárfestingatekjur rúmlega tvöfölduðust.

Hrein eign sjóðsins hækkaði um 13,6% frá áramótum og nam 20,2 milljörðum í júnílok. Eignir sjóðsins í erlendum gjaldmiðlum námu þá 33,7% af heildarfjárfestingum, innlend hlutabréf 15,0% og innlend skuldabréf 51,3%.

Sjá hér árshlutauppgjör sjóðsins.