11,2% hrein raunávöxtun hjá Lífeyrissjóði Suðurlands á síðasta ári.

Hrein raunávöxtun Lífeyrissjóðs Suðurlands nam  11,2% í fyrra, sem verður að teljast mjög góður fjárfestingarárangur eftir þrjú slök ár þar á undan.  Meðaltal hreinnar raunávöxtunar s.l. 5 ár nam 2,1%, en ef litið er yfir tíu ára tímabil nam hrein raunávöxtun á ári að meðaltali um 4,34% á árunum 1994 til 2003.

Hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris nam 6.049 m.kr. í árslok 2003 og hækkaði eignin um 17,4% milli ára.

Hrein eign umfram tryggingafræðilega í árslok vegna áunninna réttinda námu 307 m.kr. eða 4,9% í hlutfalli af skuldbindingum. Heildarskuldbindingar sjóðsins umfram hreina eign námu 322 m.kr. skuldbindingu  eða 2,6% í árslok 2003. Tryggingafræðilega staða sjóðsins er því viðunandi.