Yngri kynslóðir Breta leggja minna fyrir til efri áranna en þær eldri

Bretar á aldrinum 30-50 ára safna minna í sjóði til efri áranna en þeir sem eldri eru. Þar birtist raunverulegt kynslóðabil, ef marka má niðurstöður könnunar á vegum eftirlauna- og líftryggingafyrirtækisins Scottish Widows. Á daginn kemur að 59% Breta, sem komnir eru yfir fimmtugt, búa sig fjárhagslega undir efri árin en einungis 47% á aldrinum 30-50 ára. Fram kom að Bretar telja sig þurfa um 2.000 sterlingspund á mánuði til að komast þokkalega af þegar þeir ná sjötugsaldri eða sem svarar til um 376.000 íslenskra króna. Í reynd hafa Bretar hins vegar talsvert minna að sýsla með þegar þeir komast á áttræðsaldurinn.

Fimmti hver svarandi í könnuninni hefur ekki lagt neitt fyrir til efri áranna og á heildina er litið er Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar forsjálli en Bretar að þessu leyti.

Nær helmingur svarenda hefur ekki borgað í lífeyrissjóði  það sem tilskilið, það er að segja 12% af  launum. Þetta hlutfall hefur verið á bilinu 42-52% í hliðstæðum könnunum undanfarin fimm ár og er sem sagt 49% nú.

Athygli vekur að konur í Bretlandi er að sækja í sig veðrið í undirbúningi fyrir efri árin. Helmingur kvenna í hópi svarenda hafa lagt fyrir það sem telst duga til framfærslu en 53% karla. Bilið milli kynjanna var breiðara áður.

Endursögn fréttar á plansponsor.com