Ýmsir jákvæðir þættir í starfsemi lífeyrissjóða að mati Fjármálaeftirlitsins.

Batnandi gengi á verðbréfamörkuðum gefur vonir um betri raunávöxtun á þessu ári og benda upplýsingar frá lífeyrissjóðunum til þess að það gangi eftir. Þá hefur Fjármálaeftirlitið væntingar um að betri agi hafi skapast um fjárfestingar lífeyrissjóða. Þetta kom m.a. fram á ársfundi Fjármálaeftirlitsins, sem haldinn var í dag. 

Í skýrslu forstjóra Fjármálaeftirlitsins, Páls Gunnar Pálssonar, var greint frá ýmsum jákvæðum þáttum í starfsemi lífeyrissjóðanna að mati stofnunarinnar.

Fram kom að Fjármálaeftirlitið hafi lagt megináherslu á fjárfestingarathuganir lífeyrissjóðanna. Batnandi gengi á verðbréfamörkuðum gefi vonir um betri raunávöxtun á þessu ári og benda upplýsingar frá lífeyrissjóðunum til þess að það muni ganga eftir. Þá hefur Fjármálaeftirlitið væntingar um að betri agi hafi skapast um fjárfestingar lífeyrissjóða.

Fjármálaeftirlitið hafi á síðustu mánuðum lagt áherslu á að hitta stjórnarmenn lífeyrissjóða í því skyni að fjalla um hlutverk þeirra og ábyrgð og þau tæki sem þeir hafa til að sinna hlutverki sínu. Það sé mat Fjármálaeftirlitsins að stjórnarmenn lífeyrissjóða séu í vaxandi mæli meðvitaðar um stöðu sína og hlutverk.