WAP-þjónusta hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna!

Lífeyrissjóður verzlunarmanna er nú fyrstur lífeyrissjóða til að bjóða sjóðfélögum sínum og öðrum viðskiptavinum upp á WAP-þjónustu.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna var fyrstur íslenskra lífeyrissjóða til að koma sé upp heimasíðu á netinu og er nú fyrstur lífeyrissjóða til að bjóða sjóðfélögum sínum WAP-þjónustu. WAP-tæknin (Wireless Application Protocol) gerir mögulegt að nota GSM-símann sem e-k tölvu og komast þar með inn á netið. Nú geta þeir sem eiga GSM-síma með WAP-kerfi (vefsíma) komist inn á heimasíðu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og aflað sér margvíslegra upplýsinga um sjóðinn. Að sögn Haraldar Arasonar, tölvunarfræðings, hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna, geta sjóðfélagar, sem hafa yfir að ráða WAP-síma, m.a. reiknað út lífeyri sinn og séreignarsparnaðinn, svo og greiðslubyrði lífeyrissjóðalána. Ljóst er að með þessu WAP-framtaki hefur Lífeyrissjóður verzlunarmanna tileinkað sér tækni og nýjungar sem eru nú í fararbroddi í heiminu á sviði fjárskipta og upplýsingagjafar. Verður forvitnilegt að fylgjast með þróun þessara mála næstu mánuðina hjá öðrum lífeyrissjóðum. En það verður ekki tekið af Lífeyrissjóði verzlunarmanna, að hann var fyrstur sjóða að bjóða sjóðfélögum sínum WAP þjónustu!