LL standa fyrir kynningarfundi á DORA reglugerðinni - 30. september á Hótel Reykjavík Grand, kl. 9:30 - 11:30

LL standa fyrir kynningarfundi á DORA reglugerðinni - 30. september á Hótel Reykjavík Grand, kl. 9:3…

Í DORA reglugerðinni er hugtakið stafrænn rekstrarlegur viðnámsþróttur, eða áfallaþol, í forgrunni.

Skráning hér

Það er skilgreint þannig: Geta aðila á fjármálamarkaði til að byggja upp, viðhalda og endurmeta heilleika og áreiðanleika í rekstri með því að tryggja, hvort heldur beint, eða óbeint með notkun upplýsinga- og fjarskiptatækniþjónustu þriðju aðila, alla þá getu sem tengist upplýsinga- og fjarskiptatækni sem þarf til að tryggja öryggi net- og upplýsingakerfa sem aðili á fjármálamarkaði notar og sem styður samfellda veitingu fjármálaþjónustu og gæði hennar, þ.m.t. meðan röskun varir. 

DORA tilheyrir stafrænum fjármálapakka ESB sem fyrst var kynntur árið 2020.

Dagskrá kynningarfundar um DORA reglugerðina:

kl. 9:30. Sigríður Rafnar Pétursdóttir, sérfræðingur frá skrifstofu fjármálamarkaðar, fjármála- og efnahagsráðuneytisins heldur erindi undir heitinu:

Stafrænn rekstrarlegur viðnámsþróttur fjármálamarkaða (DORA o.fl.) 

kl. 10:00. Alma Tryggvadóttir, Director og Cyber Lead í áhætturáðgjöf Deloitte.

kl. 10:20. Ebenezer Þ. Böðvarsson, Team Lead & Senior Information Security Consultant hjá Syndis.

kl. 10:40. Gísli Óttarsson, framkvæmdastjóri varúðareftirlits hjá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands rekur hlutverk eftirlitsins í tengslum við innleiðingu reglugerðarinnar. 

kl. 11:00. Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitar CERT-IS fjallar stuttlega um þjónustu CERT-IS til mikilvægra innviða og annarra aðila íslenska netumdæmisins. 

Að loknum framsöguerindum gefst tími til fyrirspurna og umræðna. Gert er ráð fyrir að fundi verði lokið um kl. 11:30.

Fundarstjóri verður Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri LL

Mánudaginn 30. september frá kl. 9:00 -11:30
Létt morgunhressing frá klukkan 09:00
Hótel Reykjavík Grand Sigtúni 28, salurinn Gallerí

Viðburðinn er opinn fulltrúum lífeyrissjóða og eru stjórnendur sérstaklega hvattir til að mæta.

Skráning hér