Viðskipti með erlend verðbréf um 28 milljarðar kr. á þessu ári.

Í samantekt tölfræðisviðs Seðlabanka Íslands kemur fram að nettókaup erlendra verðbréfa hafa alls numið 27.994 m.kr. fyrstu níu mánuði ársins. Kaupin í september námu 4.959 m. kr. samanborið við kaup um 204 m. kr. á sama tíma 2002. 

Þróun einstakra undirliða í september var eftirfarandi:

· Nettókaup á hlutdeildarskírteinum í erlendum verðbréfasjóðum námu 2.536 m.kr. en nettósala í sama mánuði árið 2002 nam um 701 m.kr.

· Nettókaup á erlendum hlutabréfum námu 1.744 m.kr. en nettókaup í sama mánuði árið 2002 námu 905 m.kr.

· Nettókaup skuldabréfa námu 707 m.kr en engin viðskipti voru með skulabréf í sama mánuði árið 2002.

 Á árinu 2003 hafa hrein kaup Íslendinga á erlendum verðbréfum aukist til muna og námu um 3,1 ma.kr. á mánuði frá jan.-sept. samanborið við um 1,8 ma.kr. á mánuði á sama tímabili árið 2002.