Þó nokkur viðskipti við útlönd voru í ágúst s.l. með erlend verðbréf. Hrein kaup á erlendum verðbréfum námu um 4,9 milljörðum króna og hafa ekki verið meiri síðan í september 2000.
Ljóst er að innlendir fjárfestar hafi átt umtalsverð viðskipti við útlönd með erlend hlutabréf nú þegar gengi krónunnar hefur styrkst og bandarískar hlutabréfavísitölur eru í lágmarki. Þannig námu nettókaupin í júli og ágúst til samans rúmum 9,0 milljörðum króna. Á fyrstu átta mánuðum ársins nam hreint útstreymi vegna erlendra verðbréfakaupa um 15,8 milljörðum kr. samanborið við 5,4 milljarða kr.á sama tímabili í fyrra. Mest eru viðskiptin í hlutdeildarskírteinum í erlendum verðbréfasjóðum eða um 14,7 milljarðar kr. fyrstu átta mánuði ársins.