Framtakssjóður Íslands og Evrópski fjárfestingarsjóðurinn Triton hafa undanfarið átt í viðræðum um aðkomu Triton að eignarhaldi og rekstri Icelandic Group. Ákveðið hefur verið að halda þeim viðræðum áfram.
Gert er ráð fyrir að markaðs- og sölukerfið, sem þjónar íslenskum framleiðendum, verði áfram alfarið í eigu Íslendinga en að erlenda verksmiðjustarfsemin verði að meirihluta í eigu Tritons.
Stefnt er að samstarfi milli þessara tveggja rekstareininga í framtíðinni til að ná því sameiginlegu markmiði að þjóna viðskiptavinum þeirra sem allra best. Aðilar gera ráð fyrir að niðurstöður viðræðna liggi fyrir í lok janúar.