Viðbótarlífeyrissparnaður 9 milljarðar um síðustu áramót.

Viðbótarlífeyrissparnaður hefur aukist stöðugt undanfarin ár samkvæmt upplýsingum sem Fjármálaeftirlitið hefur safnað saman frá vörsluaðilum lífeyrissparnaðar.

Þannig námu eignir séreignadeilda lífeyrissjóða um 3,5 milljörðum króna um síðustu áramnót og hafði aukist um 84% frá árslokum 2000. Viðbótarlífeyrissparnaður annarra vörsluaðila en lífeyrissjóða nam hins vegar um 5.5 milljörðum króna í árslok 2001 og hafi aukist um 173% fra árslokum 2000. Alls nam viðbótarlífeyrissparnaðurinn því um 9 milljarðar krónar í árslok síðasta árs og hafði aukist um 130% frá árslokum 2000.


Heildarséreignarsparnaður í vörslu lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila nam hins vegar 48,3 milljörðum krónar í árslok 2001. Stærsti hlutur lífeyrisréttinda í séreign eða rúmir 39 ma.kr. tengist þeim lífeyrissjóðum sem voru hreinir séreignarsjóðir fyrir gildistöku lífeyrissjóðalaganna um mitt ár 1998.