Vextir lána úr LSR og Lífeyrissjóði hjúkrunar-fræðinga hækka

Stjórnir Lífeyrissjóða starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga hafa ákveðið að vextir lána úr sjóðunum verði hér eftir reiknaðir út frá ávöxtunarkröfu húsbréfa á hverjum tíma að viðbættum 0,25 til 1%.

Vextir þessara lána eru því 6,12%, frá og með 1. nóvember s.l., til samræmis við ávöxtunarkröfu húsbréfa síðustu þrjá mánuði að viðbættum 0,25%. Vextirnir hafa því hækkað um 0,42 prósentustig frá 1. ágúst. Næsta vaxtaákvörðun verður 1. janúar nk. og síðan reglulega á 3ja mánaða fresti. Að sögn Páls Halldórssonar,sem á sæti í stjórn LSR, verður ákvörðun vaxta lána úr lífeyrissjóðunum ekki sjálfkrafa miðuð við ávöxtunarkröfu húsbréfanna, „en hún verður framvegis höfð til viðmiðunar. Þess vegna verður vaxtastefna þessara lífeyrissjóða í sífelldri endurskoðun. Þar sem verðbréfamarkaðurinn hér á landi er ekki fullkominn ganga húsbréfin oft í gegnum afbrigðileg tímabil og ýmis smáatriði geta haft miklar afleiðingar. Því verðum við að vera stöðugt á verði."


Heimild: http://www.bhm.is/