Vextir af sjóðfélagalánum Lífeyrissjóðs bankamanna lækkaðir.

Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna hefur ákveðið að lækka vexti af sjóðfélagalánum úr 5,0% í 4,3%. Breytingin nær til nýrra og eldri lána og gildir hún frá 1. október 2004. Þá hefur fjárhæð sú, sem sjóðfélagi á kost á að sækja um eftir 6 mánaða greiðslu til sjóðsins, verið hækkuð í kr. 15.000.000.- og hámarksveðhlutfall verið hækkað úr 55% í 65% af kaupverði eða matsverði. Lántökugjald verður 0,5%.