Unnið að endurbótum lífeyriskerfisins á Spáni.

Síðan lýðræðið á Spáni var endurvakið á síðari hluta sjöunda áratugs síðustu aldar, hefur lífeyriskerfið nærri stöðugt verið í endurskoðun.
Ýmsar róttækar breytingar, t.d. einkavæðing, er ekki lengur á borði stjórnvalda, en endurbætur á núverandi almannatryggingakerfi er hins vegar ekki ný af nálinni og er enn heitt umræðuefni, ef svo má að orði komast.
Spánverjar eru mjög meðvitaðir um að eitthvað þurfi að gera varðandi almannatryggingakerfið. Þjóðin eldist hraðara en aðrar þjóðir í Evrópu og fæðingartíðnin er með því lægsta sem þekkist í álfunni.

Þessu til viðbótar eru ævilíkur Spánverja með þeim hæstu samanborið við aðrar þjóðir í Evrópu.   

Mikil atvinnuþátttaka kvenna, svo aukinnn fjöldi erlendar verkamanna síðasta áratuginn, hefur létt undir að greiða eftirlaunaþegum lífeyri. Hins vegar eru líkur á því að almannatryggingakerfið geti orðið uppiskroppa með fjármagn á næstu áratugum, þar sem fjöldi eftirlaunaþega vex óðfluga.

Núverandi stjórn sósíalista er ekki trúandi til þess að gera róttækar breytingar en þó mun hún vilja umfram allt grípa til ráðstafana til að verja núverandi almannatryggingakerfi fyrir aðsteðjandi vandræðum og ógnunum.

Almannatryggingakerfið með iðgjöldum frá launþegum og atvinnurekendum er mörgum Spánverjum dýrmætt og áform um einkavæðingu eða hækkun eftirlaunaaldurs til að bjarga ríkiskassanum er mjög óvinsæl ráðstöfun.

Fyrirtæki og launþegar geta og hafa nú sérstaka afmarkaða lífeyrissjóði, en skoðun stjórnvalda er sú að slíkri sjóðir eigi að koma til viðbótar almannatryggingakerfinu, en ekki í staðinn fyrir það.  

Sem hluti af þeim umræðum sem nú fara fram um endurbætur lífeyriskerfisins, þá hefur ríkisstjórnin hugsað sér að byggja upp stóran varasjóð, sem hægt væri að grípa til, þegar illa árar í efnahagslífinu. 

Einnig er á dagskrá að hvetja, miklu frekar en að skylda, fólk til að vinna lengur en til 65 ára aldurs, sem er núverandi eftirlaunaldurinn á Spáni. 

Efasemdir eru miklar, en Spánverjar vona að endurbætur sem þessar á almannatryggingakerfinu muni duga til að tryggja eftirlaunin í framtíðinni.

 


Úr BBC-News.