Ungverska þjóðin eldist hratt - og deyr of snemma.

Í samræmi við lága fæðingartíðni eru allar líkur á því að Ungverjum muni fækka um 8% á næstu tveimur áratugum. Upplýsingar um fæðingartíðni eru byggðar á nýjustu tölum frá Sameinuðu þjóðunum. Aðeins um 60% Ungverja á vinnualdri stunda raunverulega launuð störf. Eftirlaunakreppan, sem eru nú þegar orðin mjög slæm, yrði væntanlega miklu verri, ef ekki kæmi til slæmt heilsufar þjóðarinnar, því fjöldi fólks, aðallega þó karlmenn, deyja rétt eftir og jafnvel rétt áður en eftirlaunaaldri er náð.

Síðustu umbætur í lífeyrismálum Ungverja var komið á 1997, þegar stofnaðir voru frjálsir  lífeyrissjóðir, samhliða almannatryggingakerfinu.

Þessir nýju sjóðir eru aðallega hugsaðir fyrir þá launþega sem eru að koma inn á vinnumarkaðinn í fyrsta skipti. Í lok árs 1999 höfðu 2 milljónir launþega gerst aðilar að þessum lífeyrissjóðum.

Fjárfestingarárangur þessara nýju frjálsu lífeyrissjóða er þó ekki eins góður og vonast var eftir. Sérfræðingar hafa reiknað það út að á síðasta ári munu um 150 þúsund launþegar fá lægri lífeyri frá sjóðunum, en þeir hefðu að öðrum kosti átt rétt á  í almannatryggingakerfinu.

Verst eru þeir settir sem áttu von á snemmtækum ellilífeyri, þ.e.a.s. hermenn og lögreglumenn. Viðskiptaráðherrann, Janos Veres, hefur lýst því yfir að þessar stéttir fái engar sérstakar úrbætur, því ríkið beri ekki ábyrgð á ástandinu.  

Umbætur í lífeyriskerfinu hafa verið settar inn í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar,  sem m.a. gerir ráð fyrir upptöku evrunnar á árinu 2014.   

Í stefnuskránni er gert ráð fyrir mikilli aukningu ellilifeyris til ársins 2009 vegna þess að þjóðin eldist og einnig er gert ráð fyrir strangari skilyrðum fyrir snemmtöku lífeyris.

Stefnt er að því að kynna umbætur í lífeyriskerfinu snemma á næsta ári. Ein hugmyndin er sú að aftengja lífeyririnn frá launahækkunum og tengja hækkun lífeyris frekar við hækkun vísitölu neysluverðs, en verðbólgan hefur verið býsna há að undanförnu í Ungverjalandi.

Önnur hugmynd er sú að ýta undir og styrkja frekar starfsemi lífeyrissjóðina á kostnað almannatrygginganna.

 


Þýtt úr BBC-News.