Á fjölmennum fræðslufundi Landssamtaka lífeyrissjóða sem haldinn var í gær kom fram í erindi Sigurðar Thorlaciusar, tryggingayfirlæknis, að öryrkjum hafi fjölgað jafnt og þétt á Íslandi undanfarin ár. Ungir öryrkjar eru hlutfallslega fleiri á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Ein ástæða þessa er að ekki hafa verið í boði nægir endurhæfingarmöguleikar.
Ungir öryrkjar eru hlutfallslega fleiri á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Ein ástæða þessa er að ekki hafa verið í boði nægir endurhæfingarmöguleikar. Í erindi Sigurðar, þar sem fjallað var m.a. um endurhæfingarátak Tryggingastofnunar ríksisins, kom auk þess fram að kostnaður samfélagsins vegna hvers einstaklings sem er öryrki sé mikill. Reynslan sýni að þegar fólk hafi verið óvinnufært lengur en nokkra mánuði þá geti verið mun erfiðara að stuðla að því að það hefji störf að nýju, heldur en ef gripið er fljótt til endurhæfingar. Jafnvel þótt sjúkdómseinkenni sem ollu óvinnufærni hafi dvínað með timanum er hætta á að fólki glati sjálfstrausti, sjálfsbjargarviðleitni og fótfestu á vinnumarkaði. Það sé því afar brýnt að geta gripið fljótt inn í þennan vítahring, þannig að viðkomandi þurfi ekki að verða öryrki fyrir lífstíð. Ungir öryrkjar séu hlutfallslega fleiri á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Ein ástæða þessa sé að ekki hafa verið í boði nægir endurhæfingarmöguleikar fyrir þá sem vegna afleiðingar sjúkdóma eða fötlunar hafi verið óvinnufærir um tíma.