Verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála, skipuð af félags- og húsnæðismálaráðherra þann 9. september 2013, kynnti skýrslu sína og tillögur um nýtt húsnæðislánakerfi 6. maí 2014. Í kjölfarið fól stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða hópi sérfræðinga frá sjóðunum að veita umsögn um skýrsluna. Þann 28. júlí áttu fulltrúar Landssamtakanna fund með fjármála- og efnahagsráðherra þar sem farið var yfir hin ýmsu málefni er viðkoma lífeyriskerfinu. Á fundinum var ráðherra afhent umsögn sérfræðingahópsins um tillögur að nýju húsnæðislánakerfi. Umsögnina má nálgast hér.