Nú nýlega kom út skýrsla á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um lífeyrissjóðina. Á ensku heitir skýrslan “Rebuilding Pensions”. Fram kemur í skýrslunni að algjört fylgni er á milli góðrar ávöxtunar og frjálsræðis í fjárfestingum lífeyrissjóða.
Höfundur skýrslunnar er Koen De Ryck, framkvæmdastjóri Pragma Consulting í Belgíu. Koen De Ryck, sem er ráðgjafi Evrópusambandsins í lífeyrismálum, er víðkunnur fyrir yfirgripsmikl þekkingu sínar á málefnum lífeyrissjóðanna. Margir muna eflaust eftir Koen De Ryck, því hann flutti erindi á stofnfundi Landssamtaka lífeyrissjóða í desember 1998. Í skýrslunni kemur m.a. fram að hjá lífeyrissjóðum, þar sem frjálsræði ríkir í fjárfestingum, eins og t.d. í Bretlandi, Bandaríkjunum, Belgíu, Írlandi, Hollandi, þá nam árleg raunávöxtun 10,71% á árunum 1984 til 1998. Ef hins vegar eru skoðaðar þjóðir, sem hafa sett sérstakar hömlur á fjárfestingar lífeyrissjóða, eins og t.d. í Danmörku, Þýskalandi og Sviss, þá nam raunávöxtunin yfir sama tímabil aðeins 5,92% á ári. Ef þessi munur á raunávöxtun er framreiknaður yfir 40 ára tímabil verður munurinn sexfaldur, þ.e. eignir lífeyrissjóða sem búa við verulegt frjálsræði í fjárfestingum verða sexfalt hærri en sjóða sem búa við sérstakar hömlur og bönn. Umhugsunarvert er að íslenskir lífeyrissjóðir búa við verlegar takmarkanir á fjárfestingum, sérstaklega á hlutabréfakaupum innanlands og erlendis. Ísland er er því í hópi þeirra ríkja í Evrópu sem hafa sett reglur sem takmarka fjárfestingar og vöxt lífeyrissjóðanna. Greint verður síðar frá helstu niðurstöðum skýrslunnar í Fréttum á heimasíðu LL.