Um ábyrgð spjallstjórnenda.

Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, fjallar um gagnrýni sína á svokölluðum spjallstjórnendum í bloggi sínu. Endurtekið sé leitað til sömu einstaklinga sem eru með töfralausnir sem standast ekki skoðun. Menn sem beita fyrir sig útúrsnúningum og tala niður til þeirra sem ekki væru þeim sammála. Þessir einstaklingar styðja oft málflutning sinn með því að gera öðrum upp skoðanir og veitast svo að fólki á grundvelli spunans. Oft gera þessir einstaklingar út á að komast í spjallþætti með því að láta uppi skoðanir sem þeir vita að ná athygli viðkomandi spjallþáttstjórnenda.

Guðmundur Gunnarsson segir að það sé einkennilegt hvernig fjallað er um starfsemi ASÍ og aðildarfélaga og eins lífeyrissjóðina. Þar megi t.d. benda á umfjöllun um endurskoðun kjarasamninga í vor. Sífellt hefði var leitað til fulltrúa aðildarfélaga sem eru með um 10% félagsmanna ASÍ og því haldið fram að verið sé að beita þann hóp ofbeldi. Þessir einstaklingar haldi því gjarnan fram að þeir séu fulltrúar hins almenna félagsmanns, og þeir sem ekki séu þeim sammála eru valdaklíka einangruð frá félagsmönnum.

Með þessu sé verið að gera lítið úr stjórnum og félagslegri starfsemi hjá aðildarfélögum sem eru með 90% félagsmanna ASÍ. Því sé haldið fram að í þeim félögum sé skoðanalaust fólk sem láti fámenna valdaklíku segja sér fyrir verkum. Það er harla einkennilegt að eftir fundi eins t.d. ársfund ASÍ, sé ætíð leitað til fulltrúa þeirra sem hafa orðið undir í kosningum, en ekki þeirra sem eru fulltrúar þeirra skoðana sem meirihlutinn fylgdi.

Sjá meðfylgjandi tengil varðandi umfjöllun Guðmundar Gunnarssonar:
http://gudmundur.eyjan.is/2009/10/spjallattastjornendur.html