TRYGGUR - Rafrænn þjónustuvefur Tryggingastofnunar opnaður.

Í gær var opnaður formlega nýr þjónustuvefur Tryggingastofnunar, Tryggur. Tryggur mun stórefla þjónustu og aðgengi viðskiptavina hjá TR. Þjónustuvefurinn gerir fólki kleift að skila rafrænt tekjuupplýsingum og fá bráðabirgðaútreikning. Smátt og smátt mun Tryggingastofnun bjóða nær alla þjónustu sína rafrænt.

Tryggur er vettvangur rafrænna samskipta viðskiptavina við Tryggingastofnun og til að byrja með verður hægt að skoða þar yfirlit greiðsluseðla lífeyrisþega, skráningu tekjuáætlunar og bráðabirgðaútreikninga. Þannig er viðskiptavinum t.d. gert auðveldara um vik að skila tekjuupplýsingum til stofnunarinnar vegna útreiknings tekjutengdra greiðslna. Smátt og smátt stendur nær öll þjónusta Tryggingastofnunar til boða rafrænt.

 

Innskráning á Trygg er með veflykli ríkisskattstjóra í samvinnu við Island.is, en innan tíðar verður einnig hægt að nota rafræn skila á debetkortum.