Tryggingafræðileg staða Söfnunarssjóðs lífeyrisréttinda sterk. Jákvæð raunávöxtun í fyrra.

Nú liggur fyrir uppgjör Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda miðað við 31.12.2007. Staða sjóðsins er áfram traust þrátt fyrir þá erfiðleika sem hafa verið að undanförnu á verðbréfa- mörkuðum.
Tryggingafræðileg staða sjóðsins er góð. Staða sjóðsins er þannig að hann á 5 milljarða umfram skuldbindingar eða 5,6% af skuldbindingum.
Afkoma sjóðsins var þannig að hrein nafnávöxtun nam 6,1% og hrein raunávöxtun 0,2%.

 

Hrein eign til greiðslu lífeyris er í árslok 55,6 milljarðar króna og óx um 5,1 milljarð króna eða um 10% frá fyrra ári.   Iðgjöld vaxa um 22% og námu 2,5 milljarði króna.  Lífeyrisgreiðslur jukust um 27% og námu 638 milljónum króna.  Mest jukust greiðslur vegna ellilífeyris eða 32% og námu 397 milljónum króna.  Hlutfall ellilífeyris fer vaxandi sem hlutfall af heildarlífeyrisgreiðslum sjóðsins. 
Afkoma sjóðsins var þannig að hrein nafnávöxtun nam 6,1% og hrein raunávöxtun 0,2%.  Meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðastliðin 5 ár er 8,7% og síðastliðin 10 ár 5,9%.  Rekstarkostnaður sjóðsins hækkar milli ára og nemur hann nú 0,13% af  eignum.  Meginástæðan er sú að nokkur kostnaður hlaust af flutningi skrifstofu sjóðsins í Borgartún 29.  Eignasamsetning sjóðsins í árslok 2007 er þannig að innlend hlutabréf námu 11%, erlend verðbréf námu 24% og innlend skuldabréf námu 65% eigna.

Tryggingafræðileg staða sjóðsins er góð.  Staða sjóðsins er þannig að hann á 5 milljarða umfram skuldbindingar eða 5,6% af skuldbindingum.  Staða sjóðsins í raun batnar milli ára því að á síðasta ári voru réttindi aukin um 5% og var staðan eftir þá breytingu 4,2% í stað 7% eins og hún er birt í ársuppgjör. Staðan batnar því um 1,4%. 

Séreignardeild sjóðsins skilaði ávöxtun í samræmi við markaðsaðstæður og var nafnávöxtun 4,0% og raunávöxtun –1,7%.  Hrein eign séreignardeildarinnar nam í árslok 2007 384,4 milljónum króna.