Tillaga um skipun þriggja manna rannsóknarnefndar

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis leggur til í tillögu til þingsályktunar, að skipuð verði þriggja manna rannsóknarnefnd til þess að rannsaka starfsemi lífeyrissjóða. Lagt er til að nefndinni verði m.a. falið að rannsaka hvert var nettótap af þeim fjárfestingum sjóðanna sem töpuðust í hruninu, hver voru áhrif setningar Neyðarlaganna á fjárhagslega afkomu sjóðanna, og samskipti stjórnar og stjórnenda lífeyrissjóðanna við fjármálastofnanir og fyrirtæki sem sjóðirnir áttu viðskipti við, gjafir, boðsferðir o.fl. á árunum 1997–2011.

Einnig verði skoðaðar hugsanlegar samhliðafjárfestingar stjórnenda og starfsmanna, eignarhluti þeirra og lánafyrirgreiðslur. Þingsályktunina má sjá hér.