Sviss: Leiðbeinandi reglur um fyrirtækjastjórnun í undirbúningi.

Samtök lífeyrissjóða í Sviss (ASIP) er með í undirbúningi að gefa út leiðbeinandi reglur fyrir sjóðina um fyrirtækjastjórnun (corporate governance). Slíkar reglur mundu auka áhrif og aðgang lífeyrissjóða í Sviss að stjórnum fyrirtækja.

ASIP eru samtök 1.300 lífeyrissjóða í Sviss með 2.2 milljónir sjóðfélaga. Samtökin hafa komið á fót starfshóp undir forystu Jean-Pierre Steiner, fjármálstjóra hjá Nestlé-lífeyrissjóðnum. Hlutverk starfshópsins erað vinna að leiðbeinandi reglum um fyrirtækjastjórnun. Starfsfhópurinn hefur nú þegar sent fyrstu drög að reglunum til ýmissa æðstu stjórnenda fyrirtækja í Sviss, einkum þó í fjármálaheiminum. Óskað hefur verið eftir athugasemdum um drögin. Steiner hefur sagt að takmakið sé að gefa út mjög fljótlega valkvæðar leiðbeinandi reglur um fyrirtækjastjórnun, frekar en að bíða eftir því að löggjafinn setti reglur á sínum eigin forsendum. Þá gat Steiner þess að fyrirmyndarinnar væri að leita til Hollands þar sem álíka leiðbeinandi reglur um fyrirtækjastjórnun voru kynntar fyrir tveimur árum.


Úr European Pension News - 12. júní 2000.