Styrk staða Lífeyrissjóðs arkitekta og tæknifræðinga

Heildareignir Lífeyrissjóðs arkitekta og tæknifræðinga voru 8% yfir heildarskuldbindingum um síðustu áramót, sem verður að teljast mjög góð staða. Raunávöxtun var - 0,1% á síðasta ári.

Heildareignir lífeyrissjóðsins í lok árs 2001 voru 6.579 m.kr. og jukust þær um 18% á árinu. Á árinu 2001 voru greidd iðgjöld að fjárhæð 559 milljónir sem er 19% aukning frá fyrra ári. Árið 2001 var annað árið í röð sem var óhagstætt fyrir lífeyrissjóði og aðra fjárfesta. Nafnávöxtun sjoðsins árið 2001 var 8,5% og raunávöxtun - 0,5%. Lífeyrissjóður arkitekta og tæknifræðinga metur skuldabréf sín á markaðsverði en flestir lífeyrissjóðir meta skuldabréfin hins vegar miðað við upphafleg vaxtakjör. Mismunurinn á uppgjörsaðferðum getur reynst meiri ef ávöxtunin er skoðuð yfir lengra tímabil. Þannig var meðalávöxtun lífeyrissjóðsins s.l. fimm ár 4,4% á ári en hefði verið 6,1% ef skuldabréfin væru metin miðað við upphafleg vaxtakjör. Nýleg tryggingafræðileg úttekt á stöðu tryggingadeildar sjóðsins í árslok 2001 sýnir mjög sterka tryggingafræðilega stöðu deildarinnar. Vegna þessa hefur stjórn sjóðsins ákveðið að hver sjóðfélagi fái 8% af útreiknaðri skuldbindingu um áramót sem bónusgreiðslu í séreignasjóð.