Stoppað í gat í norsku fjárlögunum með peningum úr Olíusjóðnum

NOREGUR – Norska fjármálaráðuneytið hyggst taka 9,5 milljarða norskra króna úr Olíusjóðinum til að draga úr áhrifum kreppunnar á norskt efnahagslíf. Þetta kom fram í tilkynningu ráðuneytisins um endurskoðuð fjárlög ríkisins. 

 

 Lífeyrissjóður norska ríkisins er kallaður Olíusjóðurinn í daglegu tali. Ríkisstjórn Noregs hyggst nú verja um 130 milljörðum NOK af olíutekjum ársins 2009 til að fá hjól atvinnulífsins til að snúast hraðar og vinna gegn samdráttaráhrifum í efnahagslífinu. Þessi fjárhæð er 30 milljörðum NOK umfram þær tekjur sem ætlað er að Olíusjóðurinn skili í ár.

Norska ríkisstjórnin gerir ráð fyrir að nýta megi allt að 4% af fjármunum Olíusjóðsins til jafna halla í ríkisrekstri eða sem svarar til áætlðrar raunávöxtunar sjóðsins. Stjórnvöld ganga enn lengra nú og nýta um 5,7% af fjármunum sjóðsins til að ná endum saman í ríkisbúskapnum. Þau lýsa því jafnframt yfir að ekki verði gengið svona á sjóðinn þegar efnhagsárferðið skáni.

 

Tekjur norska ríkisins af útflutningi olíu og jarðgass renna í Olíusjóðinn, og er honum ætlað að tryggja lífeyrisgreiðslur framtíðarinnar. Stjórnvöld búast við áframhaldandi hagnaði af fjárfestingum í olíuíniðnaði árið 2009 og gert er ráð fyrir að umframtekjur, sem renna í Olíusjóðinn, verði um 237,4 milljarðar NOK á þessu ári. Undir lok ársins 2009 er búist við að heildareignir Olíusjóðsins verði 494 milljarðar NOK.

Byggt á frétt í Globalpensions.com í maí s.l.