Bráðabirgðaniðurstöður sýna að heildar tryggingafræðileg staða lífeyrissjóðanna hefur batnað frá árinu áður og er vegið meðaltal tryggingafræðilegrar stöðu neikvæð um 6,3% eða sem nemur 145 ma.kr. halla. Þetta kemur fram á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. Samkvæmt bráðbirgðaniðurstöðum þarf enginn sjóður að skerða réttindi sjóðfélaga.
Lífeyrissjóðir án ábyrgðar launagreiðenda, 20 talsins, hafa nú skilað skýrslum til Fjármálaeftirlitsins um tryggingafræðilega stöðu miðað við stöðuna í árslok 2010. Þessum sjóðum fækkaði um fjóra frá síðasta uppgjöri. Bráðabirgðaniðurstöður sýna að heildar tryggingafræðileg staða hefur batnað frá árinu áður og er vegið meðaltal tryggingafræðilegrar stöðu neikvæð um 6,3% eða sem nemur 145 ma.kr. halla. Aðeins tveir sjóðir eru með jákvæða tryggingafræðilega stöðu. Framlengt var bráðabirgðaákvæði í lífeyrissjóðalögunum sem fól í sér að ekki væri nauðsynlegt að skerða réttindi ef neikvæð staða héldist innan 15%. Samkvæmt bráðbirgðaniðurstöðum þarf enginn sjóður að skerða réttindi sjóðfélaga.
Miðað við bráðabirgðatölur úr innsendum skýrslum er vegið meðaltal hreinnar raunávöxtunar sjóða án ábyrgðar 2,49% fyrir árið 2010 en raunávöxtun allra samtryggingarsjóða, með og án ábyrgðar, er 2,37% fyrir sama tímabil