Stjórn Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda hefur ákveðið að lækka vexti á sjóðfélagalánum úr 4,85 í 4,35%. Tekur breytingin gildi frá og með 15. september 2004. Jafnframt var ákveðið fella niður fjárhæðarmörk hámarksláns í ótakmarkaða fjárhæð meðan veðrými leyfir. Hámarksveðsetningar hlutfall var jafnframt hækkað úr 60% í 65%. Vextir sjóðfélaga lána fylgja vöxtum Íbúðabréfa með 0,5% álagi og taka breytingum mánaðarlega. Enginn skilyrði fylgja lántöku önnur en að vera virkur sjóðfélagi þegar lánið er tekið.