Skýrsla FME um lífeyrissjóði

Árleg skýrsla Fjármálaeftirlisins um ársreikninga lífeyrissjóða fyrir árið 2011 er komin út. Af hálfu Landsamtaka lífeyrissjóða er útgáfu skýrslunnar fagnað enda hefur hún að geyma ítarlegar upplýsingar um íslenska lífeyrissjóðakerfið. Skýrsluna er að finna á heimasíðu FME. Hrein raunávöxtun lífeyrissjóðanna, sameignar- og séreignardeilda, þ.e. ávöxtun umfram verðbólgu, var 2,5%. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar sl. 5 ár var -3,7% og meðaltal sl. 10 ára var 2,09%. Heildareignir lífeyrissjóðanna námu tæplega 2.100 milljörðum króna í árslok 2011 samanborið við um 1.910 milljarða í árslok 2010. Nemur aukningin um 9,86% sem samsvarar jákvæðri raunaukningu upp á 4,4% miðað við vísitölu neysluverðs. Skýrsluna og töflur úr ársreikngabók er að finna á heimasíðu FME.

Ársreikningabók

Samantekt FME

Kynning FME