Skýrsla Fjármálaeftirlitsins um lífeyrissjóðina komin út.

Út er komin skýrsla FME um lífeyrissjóðina fyrir árið 2000. Í skýrslunni er að finna margvíslegt talnaefni, sem unnið hefur verið upp úr ársreikningum sjóðanna fyrir árið 2000. Raunávöxtun sjóðanna var neikvæð um 0,7% á síðasta ári, samanborið við 12% jákvæða raunávöxtun árið 1999.

Helstu niðurstöðutölur skýrslunnar eru þessar: Hrein eign til greiðslu lífeyris í árslok 2000 nam 566,1 ma.kr. samanboruð við 517,0 ma. kr. í árslok 1999. Aukningin er 9,5% sem samsvarar 5,1% raunaukningu miðað við vísitölu neysluverðs. Ráðstöfunarfé samkvæmt sjóðstreymi á árinu 2000 nam samtals 144,9 ma.kr. samanborið við 149,3 ma. kr. árið á undan. Hrein raunávöxtun miðað við neysluverðsvísitölu var -0,7% en var 12% árið 1999. Iðgjöld milli ára eru nær óbreytt og jukust úr 49,0 ma.kr. á árinu 199 í 49,7 ma.kr. á árinu 2000. Gjaldfærður lífeyrir var 18,9 ma.kr. 2000 en var 16,3 ma.kr. árið 1999. Lífeyrisbyrðin nam 36,7% af iðgjöldum. Eignir lífeyrissjóðanna í íslenskum krónum námu um 82% í árslok 2000 og í erlendum gjaldeyri um 18%. Fjöldi greiðandi sjóðfélaga var um 180 þúsund og lífeyrisþegar tæplega 50 þúsund talsins. Hægt er að nálgast skýrsluna á heimasíðu FME og er slóðin: www.fme.is.