Skattlagning áunnins séreignarsparnaðar bryti gegn stjórnarskránni

Það stenst engan veginn ákvæði stjórnarskrár Íslands um jafnræði og mannréttindi, friðhelgi eignarréttar og meðhöndlun skatta að skattleggja áunninn séreignarsparnað. Þetta er afdráttarlaus niðurstaða álitsgerðar sem Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður vann að ósk Landssamtaka lífeyrissjóða.

Ýmsir hafa látið í veðri vaka í samfélagsumræðunni að það stæðist gagnvart stjórnarskránni að skattleggja áunninn séreignarsparnað landsmanna. Landssamtök lífeyrissjóða eru á öndverðum meiði og nú liggur fyrir afdráttarlaust álit hæstaréttarlögmannsins Einars Gauts Steingrímssonar til stuðnings sjónarmiði lífeyrissjóðanna.

Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða  lífeyrissjóða birti álitsgerðina í dag og gerði grein fyrir meginniðurstöðu hennar í eftirfarandi fréttatilkynningu til fjölmiðla:

„Einar Gautur fjallar um takmarkanir sem stjórnarskráin setur heimildum Alþingis til að skattleggja áunninn
séreignarsparnað samkvæmt lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Hann horfir í þeim efnum til 65., 72. og 77. gr. stjórnarskrárinnar. Niðurstaða lögmannsins er ótvíræð eins og
orðrétt segir í álitsgerð hans:

  1. Breytingar á skattareglum sem hér eru til umræðu fást ekki staðist 65. gr.
    stjórnarskrárinnar þar sem afleiðingarnar bitna ekki með sama hætti á
    sambærilegum hópum.
  2. Að taka upp á ný álagningu skatta á tekjur liðins tíma, og ákveða að skattleggja
    þær með öðrum hætti en þá var gert ráð fyrir, er í andstöðu við 2. mgr. 77. gr.
    stjórnarskrárinnar.
  3. Að breyta inntaki eignarréttar manna í séreignarsjóði er í andstöðu við 72. gr.
    stjórnarskrárinnar og koma þar sjónarmið um réttmætar væntingar, réttaröryggi,
    meðalhóf, jafnræði og hversu sérgreind þessi eignarréttindi eru, öll til
    sögunnar og bera að sama brunni.

Ákvæði þessara greina stjórnarskrárinnar styðja síðan hvert annað þannig að þau hvert
um sig, að ekki sé talað um öll saman, bera að sama brunni.

Breytingin gæti rýrt sparnaðinn og veikt sjálft lífeyriskerfið

Einar Gautur Steingrímsson dregur saman í nokkrum liðum margvísleg neikvæð áhrif sem
skattlagning áunnins séreignarsparnaðar gæti haft á viðhorf fólks til þessa
sparnaðarforms og afleiðingar breyttra viðhorfa. Hann færir rök fyrir því að
breytingin myndi veikja sjálft lífeyriskerfið og draga úr sparnaði landsmanna:

  • Einstaklingur sem bjóst við tiltölulega lágum og hóflegum sköttum við útborgun
    séreignarsparnaðar gæti þurft að þola hátekjuskatt komi til skattlagningar nú.
    Hann gæti þurft að þola lækkun á tekjutengdum greiðslum úr skattkerfinu af ýmsu
    tagi. Gæti þá séreignarsparnaðurinn að þessu frádregnu orðið harla rýr.
  • Með því að skattleggja lífeyrissparnaðinn nú er verið að lækka tekjuskattstofna
    komandi kynslóða. Það gæti veikt lífeyriskerfið. Sífellt stærri árgangar eiga
    eftir að fara á lífeyri og færri hendur að standa undir atvinnustarfseminni
    miðað við þá sem eru á lífeyri. Til að kerfið gangi upp þurfa komandi kynslóðir
    að ráða við þetta og hafa vilja til þess. Úr hvoru tveggja gæti dregið með
    svona lagabreytingu, enda aukast tekjur ríkisins ekki við þetta heldur færast
    til í tíma.
  • Forsendur lífeyrissparnaðar fjölmargra myndu bresta. Margir hefðu einfaldlega sleppt
    þessari sparnaðarleið ef þeir hefðu átt von á skattlagningu af þessu tagi.
    Hefðu margir talið hag sínum betur borgið með öðrum ráðstöfunum, svo sem þeim
    að greiða niður skuldir.
  • Dregið gæti úr sparnaði til framtíðar, bæði þar sem margir teldu það ekki einshagstætt og áður að eignast  séreignasparnað og þar sem tiltrú manna á kerfinubiði án efa hnekki. Fólk gæti þá ekki treyst því að lagalegar forsendur
    ákvarðana sinna standist þegar á reyndi. Það kynna að verða löggjafanum örðugt að hvetja til sparnaðar með hagfelldri lagaumgjörð í kringum hann ef enginntreystir því að hún haldist.“