Sigríður Lilly Baldursdóttir nýr forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins.

Karl Steinar Guðnason mun láta af störfum forstjóra Tryggingastofnunar 1. nóvember n.k.  Við starfinu tekur Sigríður Lillý Baldursdóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Tryggingastofnunar.
Karl Steinar hefur verið forstjóri Tryggingastofnunar í 14 ár eða frá 1. október 1993. Hann hugðist láta af störfum vegna aldurs nú á haustdögum en það varð að samkomulag að starfslok hans yrðu 1. nóvember.
Sigríður Lillý Baldursdóttir hefur starfað sem framkvæmdastjóri þróunarsviðs Tryggingastofnunar undanfarin ár. 1996-2001 var hún skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, verkefnisstjóri í utanríkisráðuneytinu árin 1994-1996 en fram til þess tíma var hún lektor við Tækniskóla Íslands og stundakennari við Háskóla Íslands. Hún sat í Tryggingaráði frá 1987-1995. Sigríður Lillý er eðlisfræðingur að mennt og hefur stundað rannsóknir í endurhæfingarverkfræði.

Karl Steinar hefur verið forstjóri Tryggingastofnunar í 14 ár eða frá 1. október 1993.
Hann hugðist láta af störfum vegna aldurs nú á haustdögum en það varð að samkomulag að starfslok hans yrðu 1. nóvember.
Landssamtök lífeyrissjóða hafa átt sérlega ánægjuleg samskipti við Karl Steinar Guðnason sem forstjóra TR, sem ber að þakka fyrir. Jafnframt er Sigríði Lillý færðar  árnaðaróskir frá Landssamtökum lífeyrissjóða með hið nýja starf .