Ávöxtun Lífeyrissjóðs verzlunarmanna á árinu 2004 var 16,4% sem samsvarar 12,1% raunávöxtun sem er sama raunávöxtun og á árinu 2003. Síðustu tvö ár eru því bestu rekstrarárin í tæplega 50 ára sögu sjóðsins. Besta ávöxtun eignaflokka sýndu innlendu hlutabréfin en nafnávöxtun þeirra var 79,1% á árinu og raunávöxtun 72,5%. Til samanburðar hækkaði Úrvalsvísitala Kauphallarinnar um 58,9% á árinu 2004. Ávöxtun erlendu verðbréfanna í dollurum var 13,4% en á móti styrktist íslenska krónan á árinu gagnvart USD um 14,0%. Raunávöxtun innlendu skuldabréfanna var 7,8% á liðnu ári.
Eignir LV námu 150,7 milljörðum í árslok 2004 og hækkuðu um 27 milljarða á árinu eða um 22%. Á árinu 2004 greiddu 45 þúsund sjóðfélagar til sjóðsins og námu iðgjaldagreiðslur alls 9 milljörðum. Þá greiddu 6.600 fyrirtæki til sjóðsins vegna starfsmanna sinna. Á árinu 2004 nutu 7 þúsund lífeyrisþegar lífeyrisgreiðslna að fjárhæð 2,6 milljarðar.
Ávöxtun á árinu 2004 var 16,4% sem samsvarar 12,1% raunávöxtun sem er sama raunávöxtun og á árinu 2003. Síðustu tvö ár eru því bestu rekstrarárin í tæplega 50 ára sögu sjóðsins. Besta ávöxtun eignaflokka sýndu innlendu hlutabréfin en nafnávöxtun þeirra var 79,1% á árinu og raunávöxtun 72,5%. Til samanburðar hækkaði Úrvalsvísitala Kauphallarinnar um 58,9% á árinu 2004. Ávöxtun erlendu verðbréfanna í dollurum var 13,4% en á móti styrktist íslenska krónan á árinu gagnvart USD um 14,0%. Raunávöxtun innlendu skuldabréfanna var 7,8% á liðnu ári.
Ráðstöfunarfé LV á árinu 2004 var 42,3 milljarðar og nemur aukningin 42% frá fyrra ári. Innlend hlutabréfakaup námu 7,8 milljörðum og sala hlutabréfa 10,8 milljarðar. Kaup á skuldabréfum námu 23 milljörðum og sala skuldabréfa 9,8 milljörðum. Erlend verðbréfakaup námu 10 milljörðum.
Inneignir sjóðfélaga séreignardeildar í árslok 2004 námu 3 milljörðum sem er hækkun um 54% frá fyrra ári. Ávöxtun nam 16,4% sem samsvarar 12,1% raunávöxtun. Alls áttu liðlega 27 þúsund einstaklingar inneignir í árslok.
“Góð afkoma sjóðsins á liðnu ári skýrist að stærstum hluta af hagstæðri þróun á innlendum hlutabréfamarkaði” að sögn Þorgeirs Eyjólfssonar forstjóra LV. “Eignasamsetning hlutabréfaeignar sjóðsins var hagstæð þar sem bankarnir voru yfirvigtaðir í eignasafninu en þar urðu mestar hækkanir sem skýrir umframávöxtun sjóðsins miðað við Úrvalsvísitöluna. Aftur á móti dró óhagstæð gengisþróun úr arðsemi erlendu verðbréfanna.” Aðspurður taldi Þorgeir “að árið 2005 gæti orðið hagfellt lífeyrissjóðunum á hlutabréfamarkaði en vart með sama hætti og á síðustu tveimur árum.”